Joe Pass og sumarkoman

Það er nú ekki alltaf svo að ég hafi alltaf hlustað á djassmúsík þótt kannski haldi allir það eftir að ég setti inn á síðuna hér smá athugasemd við það sem Bragi Ólafsson skrifaði um Dizzy Gilespie og Stan Getz og eitthvað fleira meðal annars Charles Mingus. Ég sagði frá áhorfanda bakvið sviðið hjá Oskari Petersen og Nils Henning, sem má næstum segja að sé nafni Oskars, Pedersen, og ég lét þess getið að áhorfandinn hefði orðið grænn í framan af frammistöðu þeirra félaga. Það var sérstök og skryngileg minning. Ég frétti í gær að á morgun væri alþjóðlegur djassdagur í heiminum, og þess vegna fannst mér upplagt að spyrja hvort ég mætti sjálfur láta ljós mitt skína hér á ráðlagða jazzskammtinum sem ég sé að er skrifað svona með Z. Ég fór á ófáa tónleika á yngri árunum, meðal annars þarna í Laugardalshöllinni þar sem Oskar og Nils léku á alls oddi en eins og ég minntist á komst Joe Pass ekki með. Núna veit ég að Joe Pass var veikur fyrir ferðina en fannst þessvegna við hæfi að spila eitt lag með honum í tilefni af alþjóðlega deginum því það hefði verið gaman að heyra í honum í höllinni. Joe Pass var snillingur í sinni grein. Og eins og sagt er þá leitar maður og finnur, og ég fann einmitt lag með Joe Pass sem á vel við sumarkomuna hér á Íslandi og líka alþjóðlega jazzdaginn. Seinna minnkaði áhugi minn fyrir jazzmúsík en það er eins og Bragi Ólafsson segir í sinni frásögn að þegar maður hlustar á tónlist í góðra vina hópi vill áhuginn vakna á ný. Það er gaman frá því að segja að þegar ég heimsótti föður minn þar sem hann býr á ákveðnu elliheimili hér í bæ að þá spilaði hann fyrir mig eitthvað úr útvarpinu og við hlustuðum saman af mikilli ánægju og rifjuðum upp fyrri tíma í stofunni heima þar jafnvel móðir okkar naut þess að hlusta á jazz plötur um helgar. Það er líka óhætt að segja að áhugi minn hafi eflst til muna í þessari heimsókn. Pabbi átti á sinni tíð ágætis safn sem nú er því miður ekki lengur í eigu hans, og auðvitað engar græjur eins og sagt er þar sem hann býr núna. Gleðilegt sumar og njótið með okkur. Ég kynni Joe Pass og Sumartímann.

– Gunnar

Leave a comment