Ritfregn: Lögin hans Villa Valla

Vilberg Valdal Vilbergsson, Villi Valli (1930–2024), fæddist og ólst upp á Flateyri en var nær alla sína starfsævi rakari á Ísafirði. Hann var þó frá unga aldri á kafi í tónlist, lék á harmoniku, saxófón og píanó í djass- og danshljómsveitum auk þess að stjórna Lúðrasveit Ísafjarðar um árabil. Villi fór að semja lög á … Continue reading Ritfregn: Lögin hans Villa Valla

Brad Mehldau: Ride into the Sun

Um síðustu helgi kom út ný plata Brad Mehldau, Ride into the Sun, hjá plötuútgáfunni Nonesuch Records. Platan samanstendur að miklu leyti af lögum bandaríska söngvarans, gítarleikarans og lagahöfundarins Elliott Smith sem var áhrifamikill indí-lagahöfundur á tíunda áratugnum og yfir aldamótin. Mehldau er skrifaður fyrir fjórum laganna sem eru að hans sögn innblásin af tónlist … Continue reading Brad Mehldau: Ride into the Sun

MOVE

Kvartettinn MOVE er forvitnilegt fyrirbæri, mótaður kringum hugmyndir saxófónleikarans Óskars Guðjónssonar fyrir mörgum árum. Nafngiftin er ekki sótt í lag Miles Davis heldur upphafsstafi meðlimanna: M, fyrir Matthías Hemstock á trommur, O fyrir áðurnefndan Óskar, V fyrir Valdimar Kolbein Sigurjónsson á bassa og E fyrir Eyþór Gunnarsson á píanó. Mér er ekki kunnugt um að … Continue reading MOVE

Mary Halvorson: About Ghosts

Hér er tilkynning um óútkomna plötu. Henni fylgir eitt lag af plötunni, í kynningarefni frá útgefandanum Nonesuch. Ég eignaðist nýlega síðustu plötu Mary Halvorson, Cloudward, sem var tekin upp 2023, og alveg kolféll fyrir þessum sérstaka gítarleikara. Hún er ekki síður gott tónskáld og útsetjari. Síðustu þrjár eða fjórar plötur hennar – og sú óútkomna, … Continue reading Mary Halvorson: About Ghosts

Fram úr fremstu væntingum: Whiplash

Ekki margar kvikmyndir koma í fljótu bragði í hugann ef maður hugsar út í að djass sé í fyrirrúmi. Fjölmargar heimildamyndir og nóg af tónleikaupptökum en ekki leiknar kvikmyndir með söguþræði sem gengur út á djass. Kannski þekkja allir kvikmyndina Whiplash nema ég. Ég horfði á hana í gær með syni mínum, sem er kvikmyndabarn … Continue reading Fram úr fremstu væntingum: Whiplash

PM Dream

Þessi litla grammófónsfærsla verður að hefjast á þeirri afsökun að ég hef ekki klárað framhaldsfærslu um Gil Evans, eins og ég lofaði. En það stendur til bóta. Svo hafði ég ætlað að eyða nokkrum orðum í stórfína tónleika Sölva Kolbeinssonar og félaga í Björtuloftum fyrir nokkrum vikum, þar sem prógrammið var tónlist Erics Dolphy – … Continue reading PM Dream

Sting

Gil Evans kom við sögu í innslagi hér á Ráðlögðum fyrir nokkrum dögum. Og ef marka má niðurlag viðkomandi innslags verða honum gerð frekari skil hér fljótlega. Lesendur bíða væntanlega með öndina í buxunum, ekki síst úr því að boðuð var frásögn af „pínulítið skrýtnu“ atriði. Til að létta lesendum biðina er best að ég … Continue reading Sting