Ekki margar kvikmyndir koma í fljótu bragði í hugann ef maður hugsar út í að djass sé í fyrirrúmi. Fjölmargar heimildamyndir og nóg af tónleikaupptökum en ekki leiknar kvikmyndir með söguþræði sem gengur út á djass. Kannski þekkja allir kvikmyndina Whiplash nema ég. Ég horfði á hana í gær með syni mínum, sem er kvikmyndabarn … Continue reading Fram úr fremstu væntingum: Whiplash
Month: May 2025
PM Dream
Þessi litla grammófónsfærsla verður að hefjast á þeirri afsökun að ég hef ekki klárað framhaldsfærslu um Gil Evans, eins og ég lofaði. En það stendur til bóta. Svo hafði ég ætlað að eyða nokkrum orðum í stórfína tónleika Sölva Kolbeinssonar og félaga í Björtuloftum fyrir nokkrum vikum, þar sem prógrammið var tónlist Erics Dolphy – … Continue reading PM Dream
Sting
Gil Evans kom við sögu í innslagi hér á Ráðlögðum fyrir nokkrum dögum. Og ef marka má niðurlag viðkomandi innslags verða honum gerð frekari skil hér fljótlega. Lesendur bíða væntanlega með öndina í buxunum, ekki síst úr því að boðuð var frásögn af „pínulítið skrýtnu“ atriði. Til að létta lesendum biðina er best að ég … Continue reading Sting
Á fóninum: Jitterbug Waltz
Í kvöld, 7. maí, eru tónleikar á Björtuloftum í Hörpu, þar sem flutt verða verk eftir hinn dásamlega Eric Dolphy. Þetta var kynnt í Víðsjá í gær (þar frétti ég af þessu), og hugsanlegt (en ekki meira en hugsanlegt) að Pétur Grétarsson hafi verið með hugann við þessa tónleika fyrir nokkrum dögum þegar hann setti … Continue reading Á fóninum: Jitterbug Waltz