Mary Halvorson: About Ghosts

Hér er tilkynning um óútkomna plötu. Henni fylgir eitt lag af plötunni, í kynningarefni frá útgefandanum Nonesuch. Ég eignaðist nýlega síðustu plötu Mary Halvorson, Cloudward, sem var tekin upp 2023, og alveg kolféll fyrir þessum sérstaka gítarleikara. Hún er ekki síður gott tónskáld og útsetjari. Síðustu þrjár eða fjórar plötur hennar – og sú óútkomna, About Ghosts – hefur hún tekið upp með sama fólkinu, auk gesta (þar á meðal Laurie Anderson á Cloudward); og vegna þess að hér á Ráðlögðum hefur nýlega farið fram svolítil umræða um píanólausa jazzmúsík, þá er ekki úr vegi að fara yfir liðskipan hljómsveitar Mary Halvorson: trompett, básúna, gítar, víbrafónn, bassi og trommur. Ég ætla að stilla mig um að hafa einhver fleiri orð um þetta, en læt í staðinn fylgja með kynninguna frá Nonesuch:

https://www.nonesuch.com/journal/mary-halvorson-new-album-about-ghosts-june-13-2025-04-09

Og fjögurra stjörnu dóm af Guardian, þar sem gagnrýnandinn vitnar í orð Mary Halvorson um Robert Wyatt – orð sem eiga alveg jafn vel við hennar eigin tónlist:

Recently discussing the quirkily wonderful English singer and songwriter Robert Wyatt in Jazzwise magazine, Halvorson said she loved his ability to blend “the weird with the beautiful”. 

https://www.theguardian.com/music/2025/may/30/mary-halvorson-about-ghosts-review

Útgáfudagur 13. júní!

– Bragi Ólafsson

Leave a comment