Konráð Bragason skrifar:
Til heiðurs veggjakrotinu í síðasta innleggi hér á Ráðlögðum vil ég mæla með lagi og plötu. Draumur Monks í nýlegri útgáfu hins breska Ashley Henry, af plötunni Ashley Henry’s 5ive. Hefðbundið en á sama tíma smá hiphop. Til gamans má geta að báðir meðspilarar Ashley á þessari plötu heita Sam.
Alla plötuna er að finna á Spotify og Youtube.
Ps. Í einni af færslum Braga um uppáhalds djassplötur er að finna plötu með A Tribe Called Quest. Hiphop með smá djassi í. Í framhaldi af því langar mig að deila hér djassi með smá hiphopi í, og er þetta fyrsta færsla af slíku tagi.