Póstur frá Konráði Bragasyni:
Glæný plata með Kamaal Williams. Alls konar i gangi og lögin af ýmsu tagi. Gott eða slæmt? Mér þykir það gaman. Hlustaði á hana fyrst einn í bíl á fleygiferð um höfuðborgarsvæðið. Hátt stillt. Mæli með að hlusta á alla plötuna i gegn. Mæli líka með plötunni Black Focus með Yussef Kamaal.
Black Focus er frábær plata! Æðislegur bræðingur í gangi á henni. Yussef Kamaal er frábær tónlistamaður. Einnig má benda á Alfa Mist og plötuna Amphibian, æðisleg plata.
LikeLike