Hér er afmælisbarn gærdagsins á ný, en nú með tríói. Tríói tríóanna reyndar. Með hinum 25 ára Scott LaFaro, “Wunderkind”, á bassa og Paul Motian á trommur. Waltz for Debby er að finna á samnefndri plötu, sem var tekin upp á lítið upptökutæki í Village Vanguard klúbbnum í New York, 25. júní 1961. Sama kvöld hljóðritaði tríóið plötuna Sunday at the Village Vanguard. Þetta var vel nýtt kvöldstund, nánast eins og þeir hafi vitað að tækifærin yrðu ekki fleiri. Tíu dögum seinna lést Scott LaFaro í umferðarslysi á hraðbraut í New York fylki, á leiðinni heim eftir Newport jazzhátíðina.
– Hrafnhildur