Idle Moments

Í tilefni helgarinnar kemur hér hið langa titillag plötunnar Idle Moments með Grant Green sem var tekin upp árið 1963 (við flytjumst fram um ár í hverri færslu). Með Grant Green leika Joe Henderson á tenórsaxófón, Duke Pearson á píanó, Bobby Hutcherson, sem lést nú í vikunni, á víbrafón, Bob Cranshaw á bassa og Al Harewood á trommur. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta hægt lag, og reyndar hægist eilítið á því þessar fjórtán mínútur sem það varir. Kannski skýrist það af því að það varð einhver misskilningur í samspilinu sem varð til þess að Grant Green tók tvöfalt lengra sóló en hann ætlaði. Í kjölfarið tóku hinir, eðlilega, tvöfalt lengra sóló en þeir ætluðu. En útkoman var svo góð að sexmenningarnir enduðu á að taka upp styttar útgáfur af hinum lögunum til að koma þessu fyrir á plötunni.

One thought on “Idle Moments

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s