Rudy Van Gelder

Rudy Van Gelder er einn mikilvægasti maður bandarískrar jazzsögu. Eða var; hann lést í dag, 91 árs að aldri. Van Gelder var þó ekki hljóðfæraleikari, hann var hljóðtæknir. Hann stofnaði hið fræga Van Gelder Studio í Englewood Cliffs í New Jersey árið 1959, þar sem voru teknar upp ýmsar ágætar plötur eins og Song for My Father með Horace Silver árið 1963, A Love Supreme með John Coltrane árið 1964 og Maiden Voyage með Herbie Hancock árið 1965. Og svo alveg rosalega, rosalega margar aðrar plötur. Án þess að ég hafi athugað það með vísindalegum aðferðum þá ætla ég að fullyrða hér að það nafn sem einna oftast er nefnt í jazzútvarpsþáttum heimsins sé nafnið Rudy Van Gelder. Að minnsta kosti heyri ég alltaf fyrir mér rödd Lönu Kolbrúnar Eddudóttur þegar ég rekst á þetta nafn … platan var hljóðrituð í stúdíói Rudy Van Gelder …

Og hér er einn af hinum glóandi gimsteinum úr þessari smiðju: Concierto de Aranjuez af sextettplötu Jim Hall, Concierto, sem var tekin upp árið 1975. Þessa plötu fékk ég lánaða (í formi geisladisks) hjá föður mínum einhvern tíma á háskólaárunum og setti í tækið í litlum gleðskap á heimili mínu sama kvöld. Ég man hvernig ég gat bókstaflega ekki beðið eftir að gestirnir færu heim svo að ég gæti hlustað á þetta í friði.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s