Skammtur dagsins er lagið I Cried For You með Ellu Fitzgerald. Lagið var tekið upp árið 1960 fyrir bíómyndina Let No Man Write My Epitaph, en tónlistin úr henni var gefin út á disknum The Intimate Ella þrjátíu árum síðar. Lana Kolbrún Eddudóttir spilaði fyrir nokkrum árum lög af The Intimate Ella í Fimm fjórðu, og eitthvað rámar mig í að hún hafi talað um að Ella fundið sig best þessum söngstíl – sem eins og heyra má er mun lágstemmdari en stíllinn sem hún er þekktust fyrir. Kannski sagði Lana Kolbrún þetta ekkert; kannski bjó ég þetta bara til af því að mér finnst þetta svo líklegt. Hvað um það, fyrir fólk sem er ekki miklir aðdáendur skattsins er skemmtilegt að kynnast þessari hlið á Ellu Fitzgerald. Þetta er eiginlega… allt önnur Ella.