Þetta litla hnyttna lag Dave Brubeck, Unsquare Dance, kom fyrir í frábærlega viðeigandi senu í fyrstu þáttaröð Better Call Saul, sem ég sá um daginn. Best ég misnoti aðstöðu mína hér á jazzblogginu til að mæla með þessari þáttaröð. Og komi um leið á framfæri þeim skilaboðum, sem gætu nánast verið mælt úr munni sjálfs Saul Goodman, að ef maður misnotar ekki aðstöðu sína, þá er maður að misnota aðstöðu sína.
Joe Morello var afburða trommari. Einn allra besti.
LikeLike
Sammála. Skemmtilegt að hugsa til þess að Paul Desmond hótaði því að hætta að spila með Dave Brubeck þegar hann valdi Joe Morello í bandið.
LikeLike
Samt vour nú flottir trommarar á Scullers Jazzdose Club fyrir viku síðan…
LikeLike