Jólalagalisti Bessastaða, tillaga 2

Ég fékk fyrirspurn um daginn frá lesanda bloggsins um góðan jólajazzdisk, og þurfti eiginlega að fara undan í flæmingi. Eins vel og mér þykir jazzbúningur stundum geta klætt jólatónlist (t.d. á jólatónleikum Múlans í fyrra) hef ég nánast aldrei reynt að leita uppi góðar upptökur af jólalögum. (Ábendingar væru vel þegnar!) Sama dag og ég fékk erindið um jólajazzinn barst mér hins vegar sending frá öðrum lesanda, sem ég hefði líklega bara átt að framsenda sem svar við spurningu fyrri lesandans. Mér var bent á þennan sérlega fallega sænska sálmajazz með Anders Widmark tríóinu. Það mátti lesa milli línanna að lesandanum hafi þótt helst til djarflega vegið að sænskri jazzmúsík hér á blogginu. Nú hef ég hlustað á Anders Widmark tríóið í nokkra daga – og ét þetta auðvitað allt ofan í mig.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s