Annars var að rifjast upp fyrir mér þessi útgáfa Bill Evans af jólalaginu Santa Claus is Coming to Town, sem finna má á stangli innan um hversdagslegri jazz á diski sem hann gerði fyrir Verve útgáfuna. Ég hlustaði reglulega á þennan disk allan ársins hring á hraðbrautinni í Norður-Karólínu. Þetta hljómar ágætlega í 30 stiga hita og sól.