Og tími fyrir írska tónlist. Ég sá annars ágæta heimildamynd um Bill Evans í gærkvöldi, Bill Evans, Time Remembered, nýlega mynd eftir Bruce Spiegel. Þetta er eiginlega langur viðtalsþáttur, frekar en heimildamynd, og dálítið út um allt á köflum. Mikið af myndbrotum sem ég hef ekki séð áður og viðmælendurnir spönnuðu allan skalann frá nánum fjölskyldumeðlimum og samstarfsmönnum til glórulausra gamalmenna. Maður fær nánast meiri innsýn inn í einkalíf þessa mikla snillings en maður kærir sig um. Ég ætla reyndar að taka þessa síðustu fullyrðingu strax til baka; hún er ósönn.