Tími til að tala

Það hefur ekki verið hátt á honum risið undanfarið, Ráðlögðum jazzskammti, en hvað um það – hann á afmæli í dag! Tímamótin falla auðvitað í skuggann á öðrum afmælisdegi, en í dag, 16. ágúst, hefði Bill Evans orðið 88 ára. Honum voru þó ekki úthlutuð nema rúmlega 50 ár í þessu jarðlífi, þar af sum dálítið drungaleg. Hér fylgir, í tilefni dagsins, tríóupptaka sem ég hlusta helst ekki á nema í góðum heyrnartólum, meðan ég ímynda mér að ég sé stödd á Village Vanguard jazzklúbbnum í New York snemmkvölds 25. júní 1961, þegar I Loves You, Porgy var tekið upp á lítið færanlegt upptökutæki sem fangaði allt í senn; síðasta flutning eins allra besta tríós jazzsögunnar (Scott LaFaro lést rúmri viku síðar) og háværar samræður og hlátrasköll gestanna sem voru mættir snemma til að hlusta á bandið sem var á dagskrá síðar um kvöldið.

Eins og síðar var haft eftir Bill Evans: “They needed time to talk.”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s