Tveir alþjóðlegir: Joey Baron og Arthur Blythe

Bragi Ólafsson skrifar:

Í tilefni af alþjóðlega jazzdeginum (sem ég hafði ekki hugmynd um að væri til, ekki fyrr en í byrjun vikunnar – sumir eru ekki meiri jazznördar en það), þá varð mér hugsað til trommuleikarans Joey Baron. Ég þekki ekki mikið til hans, og líklega á ég ekki nema tvær upptökur með honum (með Steve Kuhn: Mostly Coltrane, og David Bowie: 1. Outside), en þegar ég fletti honum upp á netinu fann ég tvennt sem nú er í raun búið að rústa fyrir mér þessum alþjóðlega jazzdegi, því ég verð ekki í rónni fyrr en ég eignast þetta tvennt í áþreifanlegu formi. En það gerist ekki í dag. Og ekki heldur á næstunni. Of dýrt til að kaupa. En það kostar ekkert að hlusta á þetta hér. Fyrst er eitt tóndæmi af plötu sem kallast We´ll soon find out, með Arthur Blythe á altsaxófón, Ron Carter og Bill Frisell:

Svo er hérna plata í heild sinni, Tounge in Groove, með afar sérstakri liðsskipan (trommur, tenórsaxófónn og básúna), sem minnir óneitanlega á hinar frábæru upptökur Arthur Blythe, m.a. á plötunni Bush Baby, sem hann gerði með túbu og congatrommum. En þetta er eitthvað – og jafnvel meira en það:

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s