Ungu ljónin

Árið 1960 var árið sem ungu ljónin settu mark sitt á. Platan The Young Lions kemur út 1960 og er hún skírskotun í bókina The Young Lions eftir Irwin Shaw. Aftan á plötuna er ritað: „Við lifum á tímum þar sem upphafning meðalmennskunnar er mikil. Á slíkum tímum geta unglingar orðið efnaðir á því að semja og flytja meðalgóð lög. Þegar varla læs „hillbilly“ með vafasama hæfileika gæti orðið stjarna með milljón dollara í laun, eða drengurinn sem snýr plötunum á fóninum fyrir táningana, og verður meiriháttar sjónvarpsstjarna fyrir vikið. Mörg okkar trúa því að slíkar aðstæður séu til staðar vegna þess að við höfum gefið eftir fyrir fjöldanum og stefnu hans.“ Þetta eru ígrundaðar pælingar sem eiga líklega vel við tímann, skrifaðar af Julian „Cannonball“ Adderley. Restin er áhugaverð lesning sem má nálgast hér: https://jazzprofiles.blogspot.com/2019/04/the-young-lions.html. Ungu ljónin á þessari plötu voru Wayne Shorter, sem samdi öll lögin, Lee Morgan, Frank Strozier – alto sax, Bobby Timmons – píanó, Bob Cranshaw – bassi, Louis Hayes  og Albert „Tootie“ Heath – trommur.

En hvar eru ungu ljónin árið 2023? Dauða jazzins hefur verið lýst yfir ansi oft frá því að Julian ritaði þetta, en jarðaförin alltaf auglýst síðar. Ungu ljónin í dag eru hingað og þangað, það eru svo margir sem koma til greina. Hér eru nokkrir sem kannski komast á listann. 

The New Jazz Underground eru þrír ungir strákar frá New York. Þeir eru hrikalega góðir spilarar með tímasetningar sem eru aðdáunarverðar. 

Ezra Collective er breskt jazz band með afskaplega jákvæða orku!

Yussef Dayes X Alfa Mist taka saman höndum og spila lagið Love Is The Message með gítarleikaranum Mansur Brown. 

Avishai Cohen Trio tekur lagið Shifting Sands Session. Bandið er frábærlega spilandi en sérstaka athygli vekur Roni Kaspi trommari, sem sýnir af sér ótrúlega flotta rhythma. Tekur Art Blakey „press roll“ eins og að drekka vatn!

Samara Joy er ung og upprennandi jazz söngkona. Hér með sína ótrúlega fögru rödd sýnir hún okkur hversu mikið vald hún hefur á henni.

– Sigþór Hrafnsson

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s