Það er nú ekki alltaf svo að ég hafi alltaf hlustað á djassmúsík þótt kannski haldi allir það eftir að ég setti inn á síðuna hér smá athugasemd við það sem Bragi Ólafsson skrifaði um Dizzy Gilespie og Stan Getz og eitthvað fleira meðal annars Charles Mingus. Ég sagði frá áhorfanda bakvið sviðið hjá Oskari … Continue reading Joe Pass og sumarkoman
Á fóninum: Kurt Rosenwinkel
Á degi nr. 2 á páskahátíðinni (í íslensku útgáfu hátíðarinnar) verður mér hugsað til New York. Auðvitað ætti hugur minn að vera hjá nýlátnum páfa, sérstaklega af því ég sá hann í sjónvarpinu í gær eitthvað að kvaka við fólkið fyrir neðan hann á Péturstorginu í Róm, en maður ræður ekkert við svona: hugurinn ber … Continue reading Á fóninum: Kurt Rosenwinkel
Á fóninum
Föstudagurinn langi. Það verður að nýta hann til einhvers. Ég sé að það er kominn nýr dagskrárliður á Ráðlagðan, hann nefnist Á fóninum; og í þeirri stöðu er fátt annað að gera en að setja eitthvað á fóninn, þótt ég sé ekki staddur í herberginu mínu heimavið – ég er staddur í Borgarfirði, þar sem … Continue reading Á fóninum
Jazzræn samtöl
Ein mín skemmtilegasta jazztengda minning er frá Helsinki í Finnlandi. Ég var þar staddur í nokkra daga árið 2007, upptekinn við eitthvað sem óþarfi er að nefna hér; en daginn áður en ég átti að fara heim fannst mér ég þurfa að athuga með plötubúðir, eða öllu heldur geisladiskabúðir – það var ekki mikið um … Continue reading Jazzræn samtöl
Örstutt ábending til doktorsins
Fyrir nokkrum dögum var ég staddur í Smekkleysu, á efri hæðinni, og hitti Dr. Gunna. Vegna þess að hljómsveitin Mínus var að undirbúa sig fyrir tónleika á neðri hæðinni höfðu nokkrir plötukassar verið færðir upp, úr búðinni niðri á kaffihúsið uppi, og þar var Dr. Gunni að fletta í gegnum einn kassann; hann var að … Continue reading Örstutt ábending til doktorsins
Best menntaði jazzleikari allra tíma
McLean í Keystone Korner in San Francisco, desember 1982 (mynd: Brian McMillen / brianmcmillen@hotmail.com / Wikipedia Commons) Bird Ungi maðurinn sem labbar upp úr neðanjarðarlestinni á Houston Street í New York borg, vel klæddur í blá jakkaföt, í hvítri skyrtu með bindi, er ungur tónlistarmaður að nafni Jackie McLean. Árið er 1949 og Bebop er … Continue reading Best menntaði jazzleikari allra tíma
Jazz barónessan
Pannonica de Koenigswarter árið 1947 Kathleen Annie Pannonica var nafnið sem faðir hennar gaf henni en yfirleitt var hún kölluð Nika. Hún fæddist í Bretlandi, inn í Rothschild-fjölskylduna, og var alin upp á herrasetrum víðsvegar um Bretland. Nika var með sína eigin þjóna frá barnsaldi, hún hafði meira að segja spotta inni í herberginu sínu … Continue reading Jazz barónessan
Lee Morgan V
Útspil Snemma árs 1967 hitti Morgan konu nokkra að nafni Helen More. Þau hófu ástarsamband og það leið ekki á löngu þangað til Morgan var fluttur inn til hennar. Blakey minnist þess er þau hittust: „Lee hafði verið að nota dóp árum saman og orðið veikur og ákveðið að stramma sig af. Kona sem hann … Continue reading Lee Morgan V
Plötufrétt – Alpha Mist
Alpha Mist gefur út sína fimmtu sólóplötu, Variables. Samhliða plötunni er 45 mínútna videóverk er gengur alla plötuna og litar hana með einstökum blæbrigðum. Platan er mjög svo í stíl Alpha Mist, mjúkur jazz með flott hljómaflæði. Öll vinnubrögð á plötunni eru til fyrirmyndar, úrval frábærra tónlistarmanna skilar hér meistaraverki Alpha Mist fullkomlega! https://www.youtube.com/watch?v=ZlMqTCa6aro - … Continue reading Plötufrétt – Alpha Mist
Ungu ljónin
Árið 1960 var árið sem ungu ljónin settu mark sitt á. Platan The Young Lions kemur út 1960 og er hún skírskotun í bókina The Young Lions eftir Irwin Shaw. Aftan á plötuna er ritað: „Við lifum á tímum þar sem upphafning meðalmennskunnar er mikil. Á slíkum tímum geta unglingar orðið efnaðir á því að … Continue reading Ungu ljónin