– Gestablogg – Ibrahim Maalouf

Platan er Wind með Ibrahim Maalouf. Hann spilar á svokallaðan kvarttónatrompet, þar sem fjórði takkinn gefur aukna möguleika og austrænni blæ (e. quarter-tone trumpet). Maalouf er frá Líbanon og heyrist það greinilega í tónlistinni hans. Með honum spila helvíti færir hljóðfæraleikarar, t.d. Mark Turner á saxófón og Clarence Penn á trommur. Kveikjan að plötunni var þögla kvikmyndin La Proi du vent eftir René Clair frá 1927, en þá mynd hef ég ekki séð og mun ólíklega sjá. Wind er tileinkuð Miles Davis og hefur platan sérstaklega verið borin saman við snilldarlega tónlist Miles Davis í kvikmyndinni L’Ascenseur pour l’échafaud. En aftur að Wind. Ég hlusta svo oft á hana. Og hún á svo oft við. Hvort sem ég er heima og í skapi fyrir einbeitta hlustun (sem öll góð tónlist verðskuldar reyndar) eða inni í gróðurhúsi á fleygiferð að tína kirsuberjatómata. Ég hlusta venjulega á allt stykkið í heild sinni og á því erfitt með að velja lag til að fylgja færslunni. En höfum það Suspicions. Það er ágætis kynning á trompetleiknum og glæsilegri hljómsveitinni. Verði ykkur að góðu.

Konráð Bragason

One thought on “– Gestablogg – Ibrahim Maalouf

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s