Month: November 2016
Fyrsti í aðventu
Meiri Monk
Skammtur dagsins er fenginn að láni af síðunni Kafli á dag, sem hefur í dag verið haldið úti í nákvæmlega eitt ár. Þar birtust í gær tvær eiturfínar Thelonious Monk upptökur. Á annarri þeirra spilar John Coltrane með Monk, á hinni Johnny Griffin. Líkt og lesa má um í færslu gærdagsins á síðunni Kafli á dag stendur stjórnandi … Continue reading Meiri Monk
Mal Waldron
Þá að Mal Waldron, manni sem stundum er nefndur í sömu andrá og Thelonious Monk. Waldron var fjölhæfur og eftirsóttur píanóleikari í New York á sjötta áratugnum, spilaði meðal annars með Charles Mingus og Billie Holiday og snerti á ýmsum stefnum og stílum. Og heróíni, sem heyrði þó varla til tíðinda meðal jazztónlistarmanna New York borgar á þessum tíma. Upphaflega … Continue reading Mal Waldron
Þagnamaðurinn Þelóníus
Það er ekki nóg með að fólk hafi þurft að horfa upp á siðmenninguna riða til falls síðustu vikur heldur hefur ofan á allt saman orðið bloggfall hér á Ráðlögðum jazzskammti. En nú er þögnin rofin, og það með Thelonious Monk, manni sem hélt því fram að mesti hávaðinn byggi í þögninni og lét engan segja sér … Continue reading Þagnamaðurinn Þelóníus