Það er ekki nóg með að fólk hafi þurft að horfa upp á siðmenninguna riða til falls síðustu vikur heldur hefur ofan á allt saman orðið bloggfall hér á Ráðlögðum jazzskammti. En nú er þögnin rofin, og það með Thelonious Monk, manni sem hélt því fram að mesti hávaðinn byggi í þögninni og lét engan segja sér hvenær væri rétti tíminn til að skipta henni út fyrir eitthvað annað.