Skandinavískar húsgyðjur

Glænýr skammtur frá Þórdísi Gísladóttur:

Í síðasta ráðlagða dagskammti minntist ég á skandinavískar húsgyðjur og nú er ég búin að taka saman skammt með nokkrum sænskum jazzsöngkonum sem ég hef mikið hlustað á. Síðasta áratug síðustu aldar eyddi ég að mestu í Svíþjóð. Þar er enginn skortur á jazzi og ég lagði mig dálítið fram um að hlusta á söngkonur sem voru að hefja feril sinn.

Rebecka Tornqvist - Stockholm Kaza Session - Amazon.com Music

Rebecku Törnqvist (f. 1964) kynntist ég fyrst sem poppsöngkonu á plötunum A Night Like This og Good Thing en heyrði svo í henni skömmu síðar sem jazzsöngkonu. Ráðlögð er plata sem hún gerði með Per Texas Johansson árið 1996.

Pernilla Andersson - My Journey (1999, CD) | Discogs

Fyrstu plötu Pernillu Andersson (f. 1974), My Journey, keypti ég þegar hún kom út árið 1999. Ég sá Pernillu í sjónvarpsþætti og fannst hún töff týpa sem flutti eigin tónsmíðar.

Viktoria Tolstoy - Blame It On My Youth (2001, CD) | Discogs

Viktoria Tolstoy (f. 1974 og já, hún er afkomandi rússneska rithöfundarins) hefur verið í uppáhaldi síðan ég heyrði fyrst í henni árið 1994. Hún hefur gefið út helling af frábærum plötum og töluvert unnið með Nils Landgren, sem lék á skemmtilegum tónleikum með íslenskum tónlistarmönnum í Hörpu í fyrra, en ég valdi Blame It On My Youth frá 2001. Það er svo ágæt vinnutónlist, en ég gæti mælt með mörgum öðrum plötum Viktoriu.

Lina Nyberg Quintet - When The Smile Shines Through (1994, CD ...

Lina Nyberg (f. 1970) er margverðlaunuð tónlistarkona sem hefur gefið út tonn af tónlist. When The Smile Shines Through kom út árið 2000 og er önnur platan hennar, þar er hún með kvintett þar sem spila miklir snillingar, Per Texas Johansson, Esbjörn Svensson, Dan Berglund og Mikael Ulfberg.

Lisa Ekdahl, Peter Nordahl Trio - When Did You Leave Heaven (1997 ...

Lisa Ekdahl gaf út sína fyrstu plötu 1994 og sló í gegn. Ári síðar, 1995, gaf hún út jazzplötuna When Did You Leave Heaven með standördum sem gott er að hafa í eldhúsinu. Lisa hefur komið til Íslands a.m.k. tvisvar og spilað víða.

Rigmor Gustafsson With Nils Landgren And The Fleshquartet* - I ...

Rigmor Gustafsson (f. 1966) finnst mér frábær söngkona. I Will Wait For You kom út 2003 og þar spila Nils Landgren og Fleskkvartettinn með henni.

Jazz á íslensku by Stína Ágústsdóttir on Amazon Music - Amazon.com

Stínu Ágústsdóttur heyrði ég fyrst í fyrir örfáum árum, en hef náð að fara á tvenna tónleika með henni og bætti henni samstundis í húsgyðjuhópinn með sænsku slagsíðunni (hún býr í Svíþjóð, held ég endilega).

Monica Zetterlund - Monica Z - Amazon.com Music

Monica Zetterlund er svo hér aftast á listanum, þó að hún ætti kannski að vera fremst. Úr fórum Monicu er um svo margt að velja en ég ákvað að ráðlagður dagskammtur af Monicu yrði að þessu sinni platan Monica Z frá 1989. Ekki hennar besta verk en ég held samt upp á hana.

One thought on “Skandinavískar húsgyðjur

  1. Pingback: Blúsbloggið og ráðlagður jazzskammtur – Menningarsmygl

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s