Morgunjazzinn

Hér eru nokkur númer fyrir þá sem sakna Morgunvaktarinnar á Rás 1 þessa dagana, en sá þáttur er sem kunnugt er pakkaður af góðri jazztónlist. Ég man ekki í svipinn fleiri lög sem koma þar fyrir, lesendur mega gjarnan fylla í eyðurnar!

Þessi „Eþíó-jazz“ Mulatu Astatke hefur fylgt morgunútvarpinu lengi, er örugglega farinn að virka eins og fuglasöngur fyrir marga. Konráð bróðir minn setti þetta einu sinni á fóninn hjá sér þegar við vorum í heimsókn, það er eina ástæðan fyrir því að ég veit hvað þetta er. Skemmtilegt og frumlegt val hjá þeim á RÚV.

Art Blakey and the Jazz Messengers. Eitursvöl tónlist.

Nardis eftir Miles Davis, með besta Bill Evans tríóinu. Ég vona nú innst inni að Morgunvaktin skipti þessu lagi út eftir kófið, þetta er auðvitað allt of góð tónlist til að vera stef í útvarpsþætti.

Hugljúft lag fyrir einmana eftir Esbjörn Svensson. Fyrir nokkrum vikum spilaði Morgunvaktin útgáfu af þessu lagi með sænsku söngkonunni Viktoriu Tolstoy, sem var jú einmitt getið í pistli Þórdísar í gær (sjá klippu að neðan). Mig minnir að þáttastjórnandinn hafi talað um að hlustandi hafi sent inn ábendingu um þessa sungnu útgáfu. Nú held ég auðvitað að Þórdís hafi sent inn ábendinguna.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s