Meiri morgunjazz

Skyndilega mundi ég eftir öðru lagi sem Morgunvaktin hefur verið að nota, How Deep is the Ocean eftir Irving Berlin, af plötunni Explorations með tríói Bill Evans (með Scott Lafaro og Paul Motian) frá árinu 1961.

Eðalplata, Explorations, og greinilega í uppáhaldi hjá tónlistarráðunautum Morgunvaktarinnar, enda er Nardis líka þaðan (sjá síðustu færslu). Annað næstum átakanlega fallegt lag á plötunni er Elsa.

Lagið er eftir bandaríska tónskáldið Earl Zindars sem samdi einnig hið fína lag How My Heart Sings sem kom út á samnefndri plötu Bill Evans tríósins sem var tekin upp 1962. Þá var Chuck Israels kominn á bassa í stað Scott LaFaro sem hafði látist í bílslysi ári áður.

How My Heart Sings er einnig heiti á ævisögu Bill Evans eftir Pete Pettinger sem kom út árið 1998.

Bill Evans: How My Heart Sings: Mr. Peter Pettinger, Peter ...

Ég fékk hana lánaða fyrir nokkrum árum á almenningsbókasafninu í Cambridge, Massachusetts, þar sem við fjölskyldan bjuggum. Ég átti frekar erfitt með að einbeita mér að lestrinum enda hafði ástríðufullur lánþegi bókasafnsins farið mikinn á blaðsíðum hennar, sbr. sýnishorn hér að neðan. Hann hefði sennilega haft gott af því að halda úti jazzbloggi. En ég kem því hér með til skila að hann mælir eindregið með bókinni.No photo description available.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s