Hal Willner – beint af fóninum

Bragi Ólafsson skrifar:

Tónlistarmaðurinn og útsetjarinn Hal Willner lést úr veirunni fyrir rétt rúmum mánuði. Hans hefur verið minnst í íslenska ríkisútvarpinu, þá aðallega af Pétri Grétarssyni í Hátalaranum, en mér finnst ekki hægt að ráðleggjarar Skammtsins láti sitt eftir liggja í þeim málum, þannig að hér er bætt úr því. Ef eitthvað er hægt að ráðleggja einhverjum, þá er það plata Hal Willner með tónlist Nino Rota úr bíómyndum Fellinis, Amarcord. Þetta er algerlega dásamlegt verk sem hefur fylgt þessum ráðleggjara frá miðjum níunda áratug síðustu aldar; þarna er nánast allt jazzfólk sem maður vill hafa á jazzplötu, meðal annars Steve Lacy, Carla Bley, Jaki Byard, George Adams og Bill Frisell – meira að segja Debbie Harry sem raddar í tóndæminu sem hér er deilt, La Dolce Vita-svítunni. Þeir á youtube eru svo smartir að láta þetta hljóma beint af vínylnum – og það heyrist. Fullkominn vínylur:

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s