Lagið It Never Entered My Mind eftir Richard Rogers var meðal laganna sem Miles Davis kvintettinn hristi fram úr erminni árið 1956 til að losna undan samningi við Prestige útgáfufyrirtækið. Miles hafði þá ákveðið að ganga til liðs við Columbia Records, sem þremur árum síðar gaf út Kind of Blue. Ekki alslæm ákvörðun.
Lagið er aðalstefið í heimildamyndinni Birth of the Cool sem er aðgengileg á Netflix. Hún er fróðleg og vel þess virði að horfa á, þótt ég hefði alveg kosið meiri og dýpri umfjöllun um tónlist Miles. En þetta er fyrst og fremst mynd um manninn Miles Davis – og konurnar í lífi hans.