Lagið um Línu

Það eru fleiri að verða 75 ára um þessar mundir en Keith Jarrett. Lína langsokkur nær til dæmis þeim virðulega aldri á þessu ári. Réttara sagt eru 75 ár liðin síðan fyrsta bók Astrid Lindgren um stúlkuna Pippilotta Viktualia Rullgardina Krusmynta Efraimsdotter Långstrump kom út í Svíþjóð. Astrid Lindgren samdi söguna upphaflega árið 1941 fyrir níu ára dóttur sína sem lá á spítala með lungnabólgu. Þegar sjónvarpsþættir voru gerðir um söguna rúmlega aldarfjórðungi síðar var sænski jazzpíanóleikarinn Jan Johansson fenginn til að semja lag fyrir þættina – lag sem varð geysivinsælt eins og allir þekkja. Jan Johansson heyrði lagið hins vegar aldrei nema í formi ókláraðs demós en hann lést í nóvember 1968, þremur mánuðum áður en þættirnir voru frumsýndir í sænska ríkissjónvarpinu.

Samverkamenn Jan Johansson til margra ára, saxófónleikarinn Arne Domnérus, bassaleikarinn Georg Riedel og gítarleikarinn Rune Gustafsson, tóku lagið upp árið 1973 og það kom út sem bónuslag á plötunni Jan Johansson: In Hamburg with Georg Riedel árið 2011.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s