Skammtur dagsins var að detta inn um lúguna – frá Konráði Bragasyni:
Í mínum huga er þetta svona tónlist sem maður hlustar á snemma um morgun, á leið í vinnuna i strætó. Það er dimmt úti, vetur og maður bara hálfvaknaður. Eða þá að komið sé kvöld og maður sé einn heima, í drungalegu og jafnvel þungu skapi. Jafnvel í einhvers konar móki. Þá gæti þetta virkað létt hugvíkkandi á mann.
Þetta er í öllu falli tónlist til að hlusta á einn, með hátt stillt í græjunum eða með góð heyrnatól yfir eyrunum. Já eða á sunnudagsmorgni með 5 mánaða dóttur sinni sem hefur (enn) enga skoðun á tónlistarvalinu.
Mæli með að hlusta a plötuna í heild sinni á Spotify eða Youtube.