Í gær lést trommugoðsögnin Jimmy Cobb, 91 árs að aldri. Hann er meðal annars þekktur fyrir að hafa leikið með Miles Davis og félögum á plötunni Kind of Blue og var sá eini sem eftir var á lífi úr þeim hópi.
Í nýlegu sjónvarpsviðtali var Jimmy Cobb spurður hvort hann ætti sér eftirlætislag af Kind of Blue. Látum lagið sem hann nefndi vera skammt dagsins.