Rudy Van Gelder er einn mikilvægasti maður bandarískrar jazzsögu. Eða var; hann lést í dag, 91 árs að aldri. Van Gelder var þó ekki hljóðfæraleikari, hann var hljóðtæknir. Hann stofnaði hið fræga Van Gelder Studio í Englewood Cliffs í New Jersey árið 1959, þar sem voru teknar upp ýmsar ágætar plötur eins og Song for My Father … Continue reading Rudy Van Gelder
Month: August 2016
Wave
Þessi færsla er tileinkuð þeim sem stóðu berfættir í flæðarmálinu um síðustu helgi og geta ekki hætt að hugsa um það í dag, á miðvikudegi. https://www.youtube.com/watch?v=DAjIwTqyDZE
Monk
Abbey Lincoln á laugardegi
Lag dagsins er Brother, can you spare a dime, af You gotta pay the band, diski sem fermingargræjurnar mínar þekktu ansi vel. Stórkostleg söngkona og ekki spilla sólóin hjá Stan Getz og Hank Jones fyrir. https://www.youtube.com/watch?v=5YlW5qfbPss
Idle Moments
Í tilefni helgarinnar kemur hér hið langa titillag plötunnar Idle Moments með Grant Green sem var tekin upp árið 1963 (við flytjumst fram um ár í hverri færslu). Með Grant Green leika Joe Henderson á tenórsaxófón, Duke Pearson á píanó, Bobby Hutcherson, sem lést nú í vikunni, á víbrafón, Bob Cranshaw á bassa og Al Harewood á … Continue reading Idle Moments
Caravan
Hér er öllu átakasæknara tríó en það í síðustu færslu. Duke Ellington, Charles Mingus og Max Roach gerðu plötuna Money Jungle árið 1962, ári eftir að tríó Bill Evans tók upp plöturnar tvær á Village Vanguard. Það er svo rafmögnuð spenna á Money Jungle að sagan um að Charles Mingus hafi pakkað niður bassanum og … Continue reading Caravan
Tríó Bill Evans
Hér er afmælisbarn gærdagsins á ný, en nú með tríói. Tríói tríóanna reyndar. Með hinum 25 ára Scott LaFaro, "Wunderkind", á bassa og Paul Motian á trommur. Waltz for Debby er að finna á samnefndri plötu, sem var tekin upp á lítið upptökutæki í Village Vanguard klúbbnum í New York, 25. júní 1961. Sama kvöld hljóðritaði … Continue reading Tríó Bill Evans
Færsla eitt
Á þessari síðu verður skrifað upp á jazz, í mismunandi skömmtum og styrk, gegn kvillum að eigin vali. Það verður kannski einhver fylgiseðill stundum, en ekki í dag. Nú gildir bara að skvetta þessu í sig, og skeyta ekki um mögulegar aukaverkanir. Hér er afmælisbarn dagsins, Bill nokkur Evans. https://www.youtube.com/watch?v=epU4ILA0EDA - Hrafnhildur Bragadóttir