Þættinum hefur borist annað bréf

Í þetta sinn frá Braga Ólafssyni, sem ekki aðeins brást góðfúslega við beiðni bloggara um að skrifa lista yfir eftirlætis jazzplötur, heldur hefur hann boðað heila pistlaröð! Hið innsenda bréf er svohljóðandi:

Nú er svo komið að ég hef verið beðinn, af hinum virta tónlistarmiðli á netinu, Ráðlögðum jazzskammti, að velja mínar 10 uppáhalds jazzplötur. Þetta hefur valdið mér miklum heilabrotum. Ég á alltaf í erfiðleikum með að velja nr. 1 og nr. 2, og svo framvegis, en hér liggur vandinn ekki bara í því – enda var ég svo sem ekki beðinn um að velja bestu plötuna og þá næstbestu – heldur gat ég ekki með nokkru móti tínt til einungis tíu plötur. Þær urðu að vera fleiri. Um tíma datt mér í hug að hafa þær 33 og 1/3, og hafa 1/3-plötuna 45 snúninga plötu með tríói Thelonious Monk (sem ég á í safni mínu), en þessar 33 og 1/3 plötur dugðu heldur ekki; þær urðu að vera fleiri. Að lokum ákvað ég að takmarka mig við 50 stykki, sem samt sem áður myndi þýða það að ég yrði að skilja út undan nokkrar af mínum eftirlætisplötum. En 50 plötur til að birta í einum skammti er allt of mikið. Ég er ekki viss um að gagnaver Ráðlagðs ráði við slíkt magn. Ég hefi því ákveðið (með leyfi Ráðlagðs) að birta 10 plötur í hverri viku (í 5 vikur); en ekki hafa þær í neinni sérstakri röð, eftir gæðum eða uppáhaldi, nema að í fimmtu vikunni langar mig til að velja þær 10 plötur sem ég tel mig halda mest upp á. Þannig ættu lesendur síðunnar jafnvel að geta gert sér að leik að giska á hverjar þessar 10 plötur verða. Og þar með er þetta orðinn afar spennandi leikur – ekki síst fyrir mig.

Aðvörun: Það gæti farið svo að einhverjar af þessum 50 plötum teljist ekki vera jazzplötur – ekki strangt til tekið – en þá verður bara að hafa það. Þessar „einhverjar“ (sem ég held að verði þrjár eða fjórar) hafa þó í huga mínum svo sterka tengingu við jazz, að – nú ætlaði ég að segja eitthvað sem segir sig sjálft, þannig að ég sleppi því.

En hér eru fyrstu 10.

Image result for Steve Lacy w/ Don Cherry: Evidence

Image result for Andrew Hill: Point of Departure

Image result for Duke Ellington: Piano Reflections

Image result for Charles Mingus: The Great Concert of Charles Mingus

Image result for The Steve Kuhn Trio w/ Joe Lovano: Mostly Coltrane

Image result for The Fred Hersch Trio: Live at the Village Vanguard

Image result for Dave Brubeck Quartet: At Carnegie Hall

Image result for Weather Report: Tale Spinnin´

Image result for Miles Davis: On the Corner

Image result for Paul Motian: I have the room above her

One thought on “Þættinum hefur borist annað bréf

  1. Pingback: Blásið í hátíðarlúðra | Ráðlagður jazzskammtur

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s