Konráð Bragason skrifar: Til heiðurs veggjakrotinu í síðasta innleggi hér á Ráðlögðum vil ég mæla með lagi og plötu. Draumur Monks í nýlegri útgáfu hins breska Ashley Henry, af plötunni Ashley Henry's 5ive. Hefðbundið en á sama tíma smá hiphop. Til gamans má geta að báðir meðspilarar Ashley á þessari plötu heita Sam. Alla plötuna … Continue reading Draumur Monks
Month: June 2020
Hugarástand
Á löngum gönguferðum mínum um bæinn undanfarið hef ég nokkrum sinnum rekist á orðin MONK IS MOOD spreyjuð á veggi og rafmagnskassa. Ég veit ekkert hvað þetta á að fyrirstilla, en þangað til annað kemur í ljós geri ég vitanlega ráð fyrir að einhver reiki um göturnar í nákvæmlega svona hugarástandi: https://www.youtube.com/watch?v=A2gyzx90Fs4
Bob um jazz og/eða ekki jazz
Laugardagspóstur frá Braga Ólafssyni: Eftir nokkra daga kemur út ný plata með Bob Dylan, sú fyrsta með frumsömdu efni í átta ár. Eftir að hafa heyrt þrjú lög af plötunni, sem kallast Rough and Rowdy Ways, og lesið svolítið um hana, er ég mjög spenntur. Hún fær alls staðar fimm stjörnur (eflaust sex í Danmörku). … Continue reading Bob um jazz og/eða ekki jazz
Kinn við kinn
Halldór Guðmundsson rithöfundur skrifar pistil dagsins: Ætli ég hafi ekki verið tíu ára þegar ég byrjaði að hlusta á jazz, þannig að ég vissi af því. Þetta var í Þýskalandi og pabbi átti Blaupunkt plötuspilara, svo mikið man ég, og meðal annars safnplötu sem einhver þýskur bókaklúbbur gaf út með lögum Oscar Peterson tríósins og … Continue reading Kinn við kinn
Bremer/McCoy – Utopia
Konráð Bragason garðyrkjufræðingur á ábendingu dagsins: https://www.youtube.com/watch?v=SB1WQjxzI4s&feature=share&fbclid=IwAR3S3y2vVBicxt87G50zcv87lCCVK4zOw90-2QD6tC4GGlIkD3iaHzL5roE Þetta er svona tónlist sem gott er að hlusta á þegar maður er rólegur eða þreyttur, kannski kominn heim eftir langan vinnudag. Þegar maður vill ekki of mikið áreiti. Þegar maður er úti í garði að dunda sér við matjurtabeðin. Þegar maður er svartsýnn en langar að vera … Continue reading Bremer/McCoy – Utopia