Ég var svo heppin að sjá Ruben Gonzalez á ógleymanlegum tónleikum Buena Vista Social Club í Laugardalshöll árið 2001, tveimur árum áður en hann dó. Þá þurfti að styðja hann inn á sviðið og hjálpa honum að koma sér fyrir við píanóið. En um leið og hann byrjaði að spila sýndist manni frekar ástæða til að … Continue reading Ruben Gonzalez
Month: September 2016
Brad Mehldau
Vikunni verður slúttað með tveimur Brad Mehldau upptökum, My Romance af hinum stórkostlega debút diski hans, Introducing Brad Mehldau, frá 1995, og svo Don't be Sad af Highway Rider frá 2010. Síðari diskinum kynntist ég í desember í hittifyrra. Þá var ég að naga mig í handarbökin yfir að hafa sleppt tónleikum með Brad Mehldau, af því … Continue reading Brad Mehldau
– Gestablogg – Arthur Blythe: Lenox Avenue Breakdown
Ef ég væri neyddur til að taka saman fimm eða tíu – eða sjö – uppáhalds jazzplötur, þá væri Lenox Avenue Breakdown með Arthur Blythe alveg ábyggilega ein af þeim. (Allt í einu finnst mér þetta svo spennandi verkefni að mér finnst líklegra en ekki að ég muni ráðast í það fyrr en síðar.) Ég … Continue reading – Gestablogg – Arthur Blythe: Lenox Avenue Breakdown
Billie Holiday
Það er orðið tímabært að spila út þessu trompi. En án málalenginga; það er nákvæmlega engu við þetta að bæta. https://www.youtube.com/watch?v=IQlehVpcAes
Monk II
Thelonious Monk verða fyrr eða síðar gerð skil á þessu bloggi. Kannski eftir nokkra daga, þegar hann á afmæli. Þá hefði hann orðið 99 ára, en bara ef hann hefði lifað. https://www.youtube.com/watch?v=x-0jFFcRBmY
Háttvísi jazzins og lífsins
Það stendur ekki til að ræða hliðstæður jazztónlistar við lífið á þessu bloggi. Enda fer tilvitnunin í Miles Davis í síðustu færslu langleiðina með að afgreiða það mál. Ég má samt til með að benda á þetta fallega samtal meðlima Brubeck kvartettsins í upphafi lagsins Somewhere úr West Side Story, sem kom út árið 1961 á plötunni … Continue reading Háttvísi jazzins og lífsins
Nature Boy
Miles Davis sagði víst eitthvað á þessa leið: Það er engin nóta röng þegar þú spilar hana - það hvort hún er rétt eða röng ræðst af nótunni sem þú spilar næst. https://www.youtube.com/watch?v=RKbY7QVi9A4&list=PLXjDxaietjog0j4tOt2_-KD75BVt9uvCb
Fleurette Africaine
Þá er þessi upptaka orðin fimmtíu og fjögurra ára. https://www.youtube.com/watch?v=uN8DPwUMa_U
Bill Evans. Sextett, tríó og sóló.
Það þarf ekki að taka fram að Kind of Blue er ein allra besta jazzplata sem gerð hefur verið. (Hér gæti maður freistast til að segja eitthvað á borð við: "Það þarf ekki að taka fram að Kind of Blue er ein allra besta jazzplata sem gerð hefur verið, svo að ég læt það ógert." En ég ætla … Continue reading Bill Evans. Sextett, tríó og sóló.
Skandinavískur jazz
Þar kom að því að þetta blogg rataði til Svíþjóðar. En það verður bara stutt stopp; hinn svokallaði skandinavíski jazz hefur aldrei náð neinu tangarhaldi á mér. Með einni undantekningu. Það virkar eitthvað svo fyrirsjáanlegt að upplýsa að undantekningin sé Jan Johansson að mér finnst ég að minnsta kosti þurfa að bæta það upp með því að … Continue reading Skandinavískur jazz