Brad Mehldau

Ég hef verið einlægur aðdáandi Brad Mehldau frá því að ég heyrði fyrstu tónana af disknum Introducing Brad Mehldau hljóma fyrir hérumbil fimmtán árum. Hann er einn af þessum jazzpíanistum sem hafa svo einkennandi stíl að maður þekkir þá af fáeinum nótum eða hljómum. Næstum eins og hann hafi enduruppgötvað jazz, eða sé bara að spila eitthvað allt … Continue reading Brad Mehldau

Dagur heilags Patreks

Og tími fyrir írska tónlist. Ég sá annars ágæta heimildamynd um Bill Evans í gærkvöldi, Bill Evans, Time Remembered, nýlega mynd eftir Bruce Spiegel. Þetta er eiginlega langur viðtalsþáttur, frekar en heimildamynd, og dálítið út um allt á köflum. Mikið af myndbrotum sem ég hef ekki séð áður og viðmælendurnir spönnuðu allan skalann frá nánum … Continue reading Dagur heilags Patreks

Jólasveinninn kemur í kvöld

Annars var að rifjast upp fyrir mér þessi útgáfa Bill Evans af jólalaginu Santa Claus is Coming to Town, sem finna má á stangli innan um hversdagslegri jazz á diski sem hann gerði fyrir Verve útgáfuna. Ég hlustaði reglulega á þennan disk allan ársins hring á hraðbrautinni í Norður-Karólínu. Þetta hljómar ágætlega í 30 stiga hita og … Continue reading Jólasveinninn kemur í kvöld