Ég hef verið einlægur aðdáandi Brad Mehldau frá því að ég heyrði fyrstu tónana af disknum Introducing Brad Mehldau hljóma fyrir hérumbil fimmtán árum. Hann er einn af þessum jazzpíanistum sem hafa svo einkennandi stíl að maður þekkir þá af fáeinum nótum eða hljómum. Næstum eins og hann hafi enduruppgötvað jazz, eða sé bara að spila eitthvað allt … Continue reading Brad Mehldau
Aldo Romano: Song for Ellis
Elefantens Vuggevise
Veraldarvefurinn geymir marga gimsteina, þótt auðvelt sé að gleyma því stundum. Hér er einn. https://www.youtube.com/watch?v=14CtxRp_ZKM
Tími til að tala
Það hefur ekki verið hátt á honum risið undanfarið, Ráðlögðum jazzskammti, en hvað um það - hann á afmæli í dag! Tímamótin falla auðvitað í skuggann á öðrum afmælisdegi, en í dag, 16. ágúst, hefði Bill Evans orðið 88 ára. Honum voru þó ekki úthlutuð nema rúmlega 50 ár í þessu jarðlífi, þar af sum … Continue reading Tími til að tala
Dagur heilags Patreks
Og tími fyrir írska tónlist. Ég sá annars ágæta heimildamynd um Bill Evans í gærkvöldi, Bill Evans, Time Remembered, nýlega mynd eftir Bruce Spiegel. Þetta er eiginlega langur viðtalsþáttur, frekar en heimildamynd, og dálítið út um allt á köflum. Mikið af myndbrotum sem ég hef ekki séð áður og viðmælendurnir spönnuðu allan skalann frá nánum … Continue reading Dagur heilags Patreks
Duke Jordan
Amy Winehouse
Áramótafærsla
Ráðlagður jazzskammtur óskar lesendum gæfu og gleði á nýju ári og þakkar samveruna á fyrsta starfsári bloggsins, sem senn fer veg allrar veraldar. (Það er rétt að árétta að það er árið 2016, ekki bloggið, sem fer senn veg allrar veraldar. Bloggið er komið til að vera.) Það er Charles Mingus sem slær botninn í … Continue reading Áramótafærsla
Barn er fætt
A Child is Born eftir Thad Jones. Lög verða ekki mikið jólalegri en þetta. https://www.youtube.com/watch?v=F1jTqWLrzjI
Jólasveinninn kemur í kvöld
Annars var að rifjast upp fyrir mér þessi útgáfa Bill Evans af jólalaginu Santa Claus is Coming to Town, sem finna má á stangli innan um hversdagslegri jazz á diski sem hann gerði fyrir Verve útgáfuna. Ég hlustaði reglulega á þennan disk allan ársins hring á hraðbrautinni í Norður-Karólínu. Þetta hljómar ágætlega í 30 stiga hita og … Continue reading Jólasveinninn kemur í kvöld