Þar kom að því að þetta blogg rataði til Svíþjóðar. En það verður bara stutt stopp; hinn svokallaði skandinavíski jazz hefur aldrei náð neinu tangarhaldi á mér. Með einni undantekningu. Það virkar eitthvað svo fyrirsjáanlegt að upplýsa að undantekningin sé Jan Johansson að mér finnst ég að minnsta kosti þurfa að bæta það upp með því að … Continue reading Skandinavískur jazz
Author: radlagdurjazzskammtur
Unsquare Dance
Þetta litla hnyttna lag Dave Brubeck, Unsquare Dance, kom fyrir í frábærlega viðeigandi senu í fyrstu þáttaröð Better Call Saul, sem ég sá um daginn. Best ég misnoti aðstöðu mína hér á jazzblogginu til að mæla með þessari þáttaröð. Og komi um leið á framfæri þeim skilaboðum, sem gætu nánast verið mælt úr munni sjálfs Saul … Continue reading Unsquare Dance
Ella
Skammtur dagsins er lagið I Cried For You með Ellu Fitzgerald. Lagið var tekið upp árið 1960 fyrir bíómyndina Let No Man Write My Epitaph, en tónlistin úr henni var gefin út á disknum The Intimate Ella þrjátíu árum síðar. Lana Kolbrún Eddudóttir spilaði fyrir nokkrum árum lög af The Intimate Ella í Fimm fjórðu, og eitthvað rámar mig … Continue reading Ella
Rudy Van Gelder
Rudy Van Gelder er einn mikilvægasti maður bandarískrar jazzsögu. Eða var; hann lést í dag, 91 árs að aldri. Van Gelder var þó ekki hljóðfæraleikari, hann var hljóðtæknir. Hann stofnaði hið fræga Van Gelder Studio í Englewood Cliffs í New Jersey árið 1959, þar sem voru teknar upp ýmsar ágætar plötur eins og Song for My Father … Continue reading Rudy Van Gelder
Wave
Þessi færsla er tileinkuð þeim sem stóðu berfættir í flæðarmálinu um síðustu helgi og geta ekki hætt að hugsa um það í dag, á miðvikudegi. https://www.youtube.com/watch?v=DAjIwTqyDZE
Monk
Abbey Lincoln á laugardegi
Lag dagsins er Brother, can you spare a dime, af You gotta pay the band, diski sem fermingargræjurnar mínar þekktu ansi vel. Stórkostleg söngkona og ekki spilla sólóin hjá Stan Getz og Hank Jones fyrir. https://www.youtube.com/watch?v=5YlW5qfbPss
Idle Moments
Í tilefni helgarinnar kemur hér hið langa titillag plötunnar Idle Moments með Grant Green sem var tekin upp árið 1963 (við flytjumst fram um ár í hverri færslu). Með Grant Green leika Joe Henderson á tenórsaxófón, Duke Pearson á píanó, Bobby Hutcherson, sem lést nú í vikunni, á víbrafón, Bob Cranshaw á bassa og Al Harewood á … Continue reading Idle Moments
Caravan
Hér er öllu átakasæknara tríó en það í síðustu færslu. Duke Ellington, Charles Mingus og Max Roach gerðu plötuna Money Jungle árið 1962, ári eftir að tríó Bill Evans tók upp plöturnar tvær á Village Vanguard. Það er svo rafmögnuð spenna á Money Jungle að sagan um að Charles Mingus hafi pakkað niður bassanum og … Continue reading Caravan
Tríó Bill Evans
Hér er afmælisbarn gærdagsins á ný, en nú með tríói. Tríói tríóanna reyndar. Með hinum 25 ára Scott LaFaro, "Wunderkind", á bassa og Paul Motian á trommur. Waltz for Debby er að finna á samnefndri plötu, sem var tekin upp á lítið upptökutæki í Village Vanguard klúbbnum í New York, 25. júní 1961. Sama kvöld hljóðritaði … Continue reading Tríó Bill Evans