Blásið í hátíðarlúðra

Í dag er hátíð hér á Ráðlögðum í tilefni sextugsafmælis aðalgestaskríbents síðunnar, velunnara og verndara, Braga Ólafssonar. Svo heppilega háttar til fyrir mig, umsjónarmann síðunnar, að hann er einnig faðir minn. Reyndar hef ég mögulega aldrei áður kallað hann föður minn, en ég ætla að byrja á því núna fyrst hann hefur náð þessum virðulega … Continue reading Blásið í hátíðarlúðra

Lee Morgan I

Uppvaxtarár „Strákarnir bara horfðu á hann. Þeir trúðu ekki hvað var að koma út úr lúðrinum hans. Þú veist, hugmyndir eins og … Hvar mundi maður finna þær?" Michael LaVoe (1999) Þegar Michael LaVoe fylgdist með Lee Morgan, samnemanda sínum í Mastbaum Vocational Technical gagnfræðaskólanum í Fíladelfíu, spila á trompet með meðlimum skólabandsins á fyrstu … Continue reading Lee Morgan I

Sitthvað handahófskennt um tengsl Glenn Gould, Bill Evans og Barbra Streisand auk sjálfs mín og síðuhaldara

Ég þykist ekki hafa djúpa þekkingu á jazztónlist. Þar til ég kynntist þeim ágæta einstaklingi sem heldur úti þessari síðu hlustaði ég sjaldan á jazz. Hann hefur hins vegar dunið á mér linnulítið síðan á sameiginlegu heimili okkar. Núorðið er ég því ekki ókunnugur jazzeitruninni sem faðir síðuhaldarans tók til umfjöllunar. Sama jazzskammtinn ætti ekki … Continue reading Sitthvað handahófskennt um tengsl Glenn Gould, Bill Evans og Barbra Streisand auk sjálfs mín og síðuhaldara

Wu Hen

Póstur frá Konráði Bragasyni: Glæný plata með Kamaal Williams. Alls konar i gangi og lögin af ýmsu tagi. Gott eða slæmt? Mér þykir það gaman. Hlustaði á hana fyrst einn í bíl á fleygiferð um höfuðborgarsvæðið. Hátt stillt. Mæli með að hlusta á alla plötuna i gegn. Mæli líka með plötunni Black Focus með Yussef … Continue reading Wu Hen