Olivier Manoury skrifar: Last time I wrote on this blog I pointed out that jazz had become an art for initiates, which explained why the public at large ran away and went to easier forms (soul, rock, pop etc). What makes jazz an art for initiates is mainly harmony. Jazz musicians, especially pianists and guitarists … Continue reading Jazz harmony
Author: radlagdurjazzskammtur
Draumur Monks
Konráð Bragason skrifar: Til heiðurs veggjakrotinu í síðasta innleggi hér á Ráðlögðum vil ég mæla með lagi og plötu. Draumur Monks í nýlegri útgáfu hins breska Ashley Henry, af plötunni Ashley Henry's 5ive. Hefðbundið en á sama tíma smá hiphop. Til gamans má geta að báðir meðspilarar Ashley á þessari plötu heita Sam. Alla plötuna … Continue reading Draumur Monks
Hugarástand
Á löngum gönguferðum mínum um bæinn undanfarið hef ég nokkrum sinnum rekist á orðin MONK IS MOOD spreyjuð á veggi og rafmagnskassa. Ég veit ekkert hvað þetta á að fyrirstilla, en þangað til annað kemur í ljós geri ég vitanlega ráð fyrir að einhver reiki um göturnar í nákvæmlega svona hugarástandi: https://www.youtube.com/watch?v=A2gyzx90Fs4
Bob um jazz og/eða ekki jazz
Laugardagspóstur frá Braga Ólafssyni: Eftir nokkra daga kemur út ný plata með Bob Dylan, sú fyrsta með frumsömdu efni í átta ár. Eftir að hafa heyrt þrjú lög af plötunni, sem kallast Rough and Rowdy Ways, og lesið svolítið um hana, er ég mjög spenntur. Hún fær alls staðar fimm stjörnur (eflaust sex í Danmörku). … Continue reading Bob um jazz og/eða ekki jazz
Kinn við kinn
Halldór Guðmundsson rithöfundur skrifar pistil dagsins: Ætli ég hafi ekki verið tíu ára þegar ég byrjaði að hlusta á jazz, þannig að ég vissi af því. Þetta var í Þýskalandi og pabbi átti Blaupunkt plötuspilara, svo mikið man ég, og meðal annars safnplötu sem einhver þýskur bókaklúbbur gaf út með lögum Oscar Peterson tríósins og … Continue reading Kinn við kinn
Bremer/McCoy – Utopia
Konráð Bragason garðyrkjufræðingur á ábendingu dagsins: https://www.youtube.com/watch?v=SB1WQjxzI4s&feature=share&fbclid=IwAR3S3y2vVBicxt87G50zcv87lCCVK4zOw90-2QD6tC4GGlIkD3iaHzL5roE Þetta er svona tónlist sem gott er að hlusta á þegar maður er rólegur eða þreyttur, kannski kominn heim eftir langan vinnudag. Þegar maður vill ekki of mikið áreiti. Þegar maður er úti í garði að dunda sér við matjurtabeðin. Þegar maður er svartsýnn en langar að vera … Continue reading Bremer/McCoy – Utopia
Trópískar lystisemdir
Hermann Stefánsson rithöfundur skaffar skammt dagsins: Fyrsta sólóplata trommuleikarans Nick Mason (úr Pink Floyd), Nick Mason's Fictitious Sports, hefur það fram yfir aðrar sólóplötur að sólólistamaðurinn sjálfur hefur afskaplega lítið með hana að gera. Hann samdi ekki tónlistina á henni, söng ekki, kom lítið nálægt því að útsetja og eiginlega gerði hann ekki neitt. Það … Continue reading Trópískar lystisemdir
Jimmy Cobb
Í gær lést trommugoðsögnin Jimmy Cobb, 91 árs að aldri. Hann er meðal annars þekktur fyrir að hafa leikið með Miles Davis og félögum á plötunni Kind of Blue og var sá eini sem eftir var á lífi úr þeim hópi. Í nýlegu sjónvarpsviðtali var Jimmy Cobb spurður hvort hann ætti sér eftirlætislag af Kind … Continue reading Jimmy Cobb
The Embassadors
Skammtur dagsins var að detta inn um lúguna - frá Konráði Bragasyni: Í mínum huga er þetta svona tónlist sem maður hlustar á snemma um morgun, á leið í vinnuna i strætó. Það er dimmt úti, vetur og maður bara hálfvaknaður. Eða þá að komið sé kvöld og maður sé einn heima, í drungalegu og … Continue reading The Embassadors
Einn heppinn í Lucky
Föstudagsskammtur í boði Braga Ólafssonar: Fyrir um það bil tveimur vikum birtist færsla hér á Ráðlögðum um plötu hins nýlátna Hal Willner, Amarcord Nino Rota, og minnst var alveg sérstaklega á að tóndæmið sem fylgdi væri af vínilplötu. Sem það var. Enda hljómaði tónlistin þannig: af gamalli vínilplötu. Ég hef sjálfur átt þessa tónlist mjög … Continue reading Einn heppinn í Lucky