Hal Willner – beint af fóninum

Bragi Ólafsson skrifar: Tónlistarmaðurinn og útsetjarinn Hal Willner lést úr veirunni fyrir rétt rúmum mánuði. Hans hefur verið minnst í íslenska ríkisútvarpinu, þá aðallega af Pétri Grétarssyni í Hátalaranum, en mér finnst ekki hægt að ráðleggjarar Skammtsins láti sitt eftir liggja í þeim málum, þannig að hér er bætt úr því. Ef eitthvað er hægt … Continue reading Hal Willner – beint af fóninum

Diego El Cigala

Það er Tómas R. Einarsson, kontrabassaleikari og tónskáld, sem skrifar upp á skammtinn á þessum sólríka degi: Söngvarinn sem mig langar að skrifa um sem gestaskríbent er Spánverji, Diego El Cigala. Þegar ég var harðkjarnadjassmaður fyrir aldarþriðjungi hefði mér ofboðið að presentera flamenkósöngvara frá Andalúsíu í jafn vönduðu djassprógrammi. En þegar aldur færist yfir verður … Continue reading Diego El Cigala

Safnarabúðin og Planet Records

Bragi Ólafsson skrifar: Það væri gaman að muna hvað ég borgaði fyrir hljómplötuna Deodato 2 í Safnarabúðinni, Laugavegi, árið 1978 eða 9, hugsanlega 1977. Ekki mjög mikilvæg vitneskja, en mig minnir að yfirleitt hafi maður borgað þetta á bilinu 500 til 1000 krónur fyrir plöturnar í Safnarabúðinni (kannski frekar 700 til 1500 krónur). Nú má … Continue reading Safnarabúðin og Planet Records

Að loknu ávarpi mínu til þjóðarinnar

Í lok ávarps Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til þjóðarinnar fyrr í kvöld var leikið lagið Fósturjörð af plötu Einars Scheving, Land míns föður, sem kom út árið 2011. Ég fylgi fordæmi ráðherrans og enda mitt ávarp til þjóðarinnar einnig á lagi eftir Einar Scheving. Að betur athuguðu máli sleppi ég þó ávarpi mínu til þjóðarinnar. En … Continue reading Að loknu ávarpi mínu til þjóðarinnar

Venjulegur jazzdagur

Þá er alþjóðlegi jazzdagurinn að baki og venjulegur jazzdagur tekinn við. Dagskráin í gær var stórvel heppnuð, mér sýnist enn hægt að nálgast eitthvað af útsendingunum á Facebook-síðu viðburðarins. Og hér er hlekkur á Víðsjárþátt gærdagsins þar sem Kristjana Stefánsdóttir og kvartett léku nokkur lög í beinni fyrir útvarpshlustendur - og örfáa gesti í Kaldalóni … Continue reading Venjulegur jazzdagur

Tveir alþjóðlegir: Joey Baron og Arthur Blythe

Bragi Ólafsson skrifar: Í tilefni af alþjóðlega jazzdeginum (sem ég hafði ekki hugmynd um að væri til, ekki fyrr en í byrjun vikunnar – sumir eru ekki meiri jazznördar en það), þá varð mér hugsað til trommuleikarans Joey Baron. Ég þekki ekki mikið til hans, og líklega á ég ekki nema tvær upptökur með honum … Continue reading Tveir alþjóðlegir: Joey Baron og Arthur Blythe

Alþjóðlegi jazzdagurinn og íslenskur jazzgagnagrunnur

Á morgun, 30. apríl, er alþjóðlegi jazzdagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim, þar á meðal hér á Íslandi. Jazzhátíð Reykjavíkur, Jazzklúbburinn Múlinn og Jazzdeild FÍH blása af því tilefni til jazzveislu sem verður streymt á netinu frá kl. 16 og fram á kvöld. Dagskrána er að finna hér. Það er gaman að segja frá því … Continue reading Alþjóðlegi jazzdagurinn og íslenskur jazzgagnagrunnur