Bill Evans tríóið í Finnlandi

Ein af perlum internetsins er þessi fimmtíu ára gamla upptaka af heimsókn Bill Evans tríósins á heimili finnska tónskáldsins Ilkka Kuusisto í Helsinki. (Ilkka er faðir fiðluleikarans Pekka Kuusisto sem margoft hefur spilað hér á landi.) Tríóið, sem auk Bill samanstóð á þessum árum af bassaleikaranum Eddie Gomez og trommaranum Marty Morell, var á tónleikaferð … Continue reading Bill Evans tríóið í Finnlandi

Meiri morgunjazz

Skyndilega mundi ég eftir öðru lagi sem Morgunvaktin hefur verið að nota, How Deep is the Ocean eftir Irving Berlin, af plötunni Explorations með tríói Bill Evans (með Scott Lafaro og Paul Motian) frá árinu 1961. https://www.youtube.com/watch?v=Rmb8GPQtqXo Eðalplata, Explorations, og greinilega í uppáhaldi hjá tónlistarráðunautum Morgunvaktarinnar, enda er Nardis líka þaðan (sjá síðustu færslu). Annað … Continue reading Meiri morgunjazz

Morgunjazzinn

Hér eru nokkur númer fyrir þá sem sakna Morgunvaktarinnar á Rás 1 þessa dagana, en sá þáttur er sem kunnugt er pakkaður af góðri jazztónlist. Ég man ekki í svipinn fleiri lög sem koma þar fyrir, lesendur mega gjarnan fylla í eyðurnar! https://www.youtube.com/watch?v=Wy-v-FgiUD8 Þessi „Eþíó-jazz“ Mulatu Astatke hefur fylgt morgunútvarpinu lengi, er örugglega farinn að … Continue reading Morgunjazzinn

Skandinavískar húsgyðjur

Glænýr skammtur frá Þórdísi Gísladóttur: Í síðasta ráðlagða dagskammti minntist ég á skandinavískar húsgyðjur og nú er ég búin að taka saman skammt með nokkrum sænskum jazzsöngkonum sem ég hef mikið hlustað á. Síðasta áratug síðustu aldar eyddi ég að mestu í Svíþjóð. Þar er enginn skortur á jazzi og ég lagði mig dálítið fram … Continue reading Skandinavískar húsgyðjur