Lagið um Línu

Það eru fleiri að verða 75 ára um þessar mundir en Keith Jarrett. Lína langsokkur nær til dæmis þeim virðulega aldri á þessu ári. Réttara sagt eru 75 ár liðin síðan fyrsta bók Astrid Lindgren um stúlkuna Pippilotta Viktualia Rullgardina Krusmynta Efraimsdotter Långstrump kom út í Svíþjóð. Astrid Lindgren samdi söguna upphaflega árið 1941 fyrir níu … Continue reading Lagið um Línu

Það hvarflaði ekki að mér

Lagið It Never Entered My Mind eftir Richard Rogers var meðal laganna sem Miles Davis kvintettinn hristi fram úr erminni árið 1956 til að losna undan samningi við Prestige útgáfufyrirtækið. Miles hafði þá ákveðið að ganga til liðs við Columbia Records, sem þremur árum síðar gaf út Kind of Blue. Ekki alslæm ákvörðun. https://www.youtube.com/watch?v=-Np8PJDGq_A Lagið … Continue reading Það hvarflaði ekki að mér

Hal Willner – beint af fóninum

Bragi Ólafsson skrifar: Tónlistarmaðurinn og útsetjarinn Hal Willner lést úr veirunni fyrir rétt rúmum mánuði. Hans hefur verið minnst í íslenska ríkisútvarpinu, þá aðallega af Pétri Grétarssyni í Hátalaranum, en mér finnst ekki hægt að ráðleggjarar Skammtsins láti sitt eftir liggja í þeim málum, þannig að hér er bætt úr því. Ef eitthvað er hægt … Continue reading Hal Willner – beint af fóninum

Diego El Cigala

Það er Tómas R. Einarsson, kontrabassaleikari og tónskáld, sem skrifar upp á skammtinn á þessum sólríka degi: Söngvarinn sem mig langar að skrifa um sem gestaskríbent er Spánverji, Diego El Cigala. Þegar ég var harðkjarnadjassmaður fyrir aldarþriðjungi hefði mér ofboðið að presentera flamenkósöngvara frá Andalúsíu í jafn vönduðu djassprógrammi. En þegar aldur færist yfir verður … Continue reading Diego El Cigala

Safnarabúðin og Planet Records

Bragi Ólafsson skrifar: Það væri gaman að muna hvað ég borgaði fyrir hljómplötuna Deodato 2 í Safnarabúðinni, Laugavegi, árið 1978 eða 9, hugsanlega 1977. Ekki mjög mikilvæg vitneskja, en mig minnir að yfirleitt hafi maður borgað þetta á bilinu 500 til 1000 krónur fyrir plöturnar í Safnarabúðinni (kannski frekar 700 til 1500 krónur). Nú má … Continue reading Safnarabúðin og Planet Records

Að loknu ávarpi mínu til þjóðarinnar

Í lok ávarps Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til þjóðarinnar fyrr í kvöld var leikið lagið Fósturjörð af plötu Einars Scheving, Land míns föður, sem kom út árið 2011. Ég fylgi fordæmi ráðherrans og enda mitt ávarp til þjóðarinnar einnig á lagi eftir Einar Scheving. Að betur athuguðu máli sleppi ég þó ávarpi mínu til þjóðarinnar. En … Continue reading Að loknu ávarpi mínu til þjóðarinnar

Venjulegur jazzdagur

Þá er alþjóðlegi jazzdagurinn að baki og venjulegur jazzdagur tekinn við. Dagskráin í gær var stórvel heppnuð, mér sýnist enn hægt að nálgast eitthvað af útsendingunum á Facebook-síðu viðburðarins. Og hér er hlekkur á Víðsjárþátt gærdagsins þar sem Kristjana Stefánsdóttir og kvartett léku nokkur lög í beinni fyrir útvarpshlustendur - og örfáa gesti í Kaldalóni … Continue reading Venjulegur jazzdagur