Kinn við kinn

Halldór Guðmundsson rithöfundur skrifar pistil dagsins: Ætli ég hafi ekki verið tíu ára þegar ég byrjaði að hlusta á jazz, þannig að ég vissi af því. Þetta var í Þýskalandi og pabbi átti Blaupunkt plötuspilara, svo mikið man ég, og meðal annars safnplötu sem einhver þýskur bókaklúbbur gaf út með lögum Oscar Peterson tríósins og … Continue reading Kinn við kinn

Bremer/McCoy – Utopia

Konráð Bragason garðyrkjufræðingur á ábendingu dagsins: https://www.youtube.com/watch?v=SB1WQjxzI4s&feature=share&fbclid=IwAR3S3y2vVBicxt87G50zcv87lCCVK4zOw90-2QD6tC4GGlIkD3iaHzL5roE Þetta er svona tónlist sem gott er að hlusta á þegar maður er rólegur eða þreyttur, kannski kominn heim eftir langan vinnudag. Þegar maður vill ekki of mikið áreiti. Þegar maður er úti í garði að dunda sér við matjurtabeðin. Þegar maður er svartsýnn en langar að vera … Continue reading Bremer/McCoy – Utopia

Trópískar lystisemdir

Hermann Stefánsson rithöfundur skaffar skammt dagsins: Fyrsta sólóplata trommuleikarans Nick Mason (úr Pink Floyd), Nick Mason's Fictitious Sports, hefur það fram yfir aðrar sólóplötur að sólólistamaðurinn sjálfur hefur afskaplega lítið með hana að gera. Hann samdi ekki tónlistina á henni, söng ekki, kom lítið nálægt því að útsetja og eiginlega gerði hann ekki neitt. Það … Continue reading Trópískar lystisemdir

Einn heppinn í Lucky

Föstudagsskammtur í boði Braga Ólafssonar: Fyrir um það bil tveimur vikum birtist færsla hér á Ráðlögðum um plötu hins nýlátna Hal Willner, Amarcord Nino Rota, og minnst var alveg sérstaklega á að tóndæmið sem fylgdi væri af vínilplötu. Sem það var. Enda hljómaði tónlistin þannig: af gamalli vínilplötu. Ég hef sjálfur átt þessa tónlist mjög … Continue reading Einn heppinn í Lucky

Lagið um Línu

Það eru fleiri að verða 75 ára um þessar mundir en Keith Jarrett. Lína langsokkur nær til dæmis þeim virðulega aldri á þessu ári. Réttara sagt eru 75 ár liðin síðan fyrsta bók Astrid Lindgren um stúlkuna Pippilotta Viktualia Rullgardina Krusmynta Efraimsdotter Långstrump kom út í Svíþjóð. Astrid Lindgren samdi söguna upphaflega árið 1941 fyrir níu … Continue reading Lagið um Línu

Það hvarflaði ekki að mér

Lagið It Never Entered My Mind eftir Richard Rogers var meðal laganna sem Miles Davis kvintettinn hristi fram úr erminni árið 1956 til að losna undan samningi við Prestige útgáfufyrirtækið. Miles hafði þá ákveðið að ganga til liðs við Columbia Records, sem þremur árum síðar gaf út Kind of Blue. Ekki alslæm ákvörðun. https://www.youtube.com/watch?v=-Np8PJDGq_A Lagið … Continue reading Það hvarflaði ekki að mér