Þessi plata er ein af stórkostlegustu verkum jazzsögunnar. Á henni er valinn maður í hverju rúmi. Art Blakey á trommur, Hank Jones á píanó, Sam Jones á bassa, Miles Davis á trompet og Cannonball Adderley á sax. Miles Davis er hér í hlutverki hliðarmanns, sem var nánast óheyrt og var lítið um. Titillag plötunnar er … Continue reading Cannonball Adderley – Somethin’ Else
Lee Morgan IV
Endurkoma Eftir að hafa endurnýjað samning við Blue Note var fyrsta verk Morgans að ráða tónlistarmenn til verksins. Hann valdi Joe Henderson á tenór sax, Barry Harris á píanó, Bob Cranshaw á kontrabassa og Billy Higgins á trommur. Art Blakey hafði fengið boð um að spila en var upptekinn í verkefnum utanbæjar. Higgins var nýgræðingur … Continue reading Lee Morgan IV
Lee Morgan iii
Ræsið Síðla sumars 1961 birtust fréttir af því að Lee Morgan mundi yfirgefa The Jazz Messengers til að stofna sitt eigið band. Fréttir birtust í Downbeat jazz-tímaritinu þann 31. ágúst 1961 um að bandið væri næstum fullskipað með Clifford Jordan á sax og Lex Humphries á trommur. Sannleikurinn var hins vegar allt annar. Morgan var … Continue reading Lee Morgan iii
Lee Morgan ii
Undir áhrifum Art Blakey Það má vera að það sé klisja að kalla The Jazz Messengers skóla en frá miðjum fimmta áratugnum til dauðadags 1990 lagði Blakey mikið á sig til að hjálpa hæfileikaríkum tónlistarmönnum að móta sinn eigin feril. Blakey, einnig þekktur sem Abdullah Buhaina, Bu á meðal vina, var í fyrstu bylgju jazztónlistarmanna … Continue reading Lee Morgan ii
Blásið í hátíðarlúðra
Í dag er hátíð hér á Ráðlögðum í tilefni sextugsafmælis aðalgestaskríbents síðunnar, velunnara og verndara, Braga Ólafssonar. Svo heppilega háttar til fyrir mig, umsjónarmann síðunnar, að hann er einnig faðir minn. Reyndar hef ég mögulega aldrei áður kallað hann föður minn, en ég ætla að byrja á því núna fyrst hann hefur náð þessum virðulega … Continue reading Blásið í hátíðarlúðra
Lee Morgan I
Uppvaxtarár „Strákarnir bara horfðu á hann. Þeir trúðu ekki hvað var að koma út úr lúðrinum hans. Þú veist, hugmyndir eins og … Hvar mundi maður finna þær?" Michael LaVoe (1999) Þegar Michael LaVoe fylgdist með Lee Morgan, samnemanda sínum í Mastbaum Vocational Technical gagnfræðaskólanum í Fíladelfíu, spila á trompet með meðlimum skólabandsins á fyrstu … Continue reading Lee Morgan I
Lárétt talað
Tvær upptökur sem ég get hlustað endalaust á. Bewitched, Bothered and Bewildered eftir Rodgers og Hart, með Ellu og Brad. https://www.youtube.com/watch?v=UcZiYA06Ntk https://www.youtube.com/watch?v=cREkVI1M2aI
Sitthvað handahófskennt um tengsl Glenn Gould, Bill Evans og Barbra Streisand auk sjálfs mín og síðuhaldara
Ég þykist ekki hafa djúpa þekkingu á jazztónlist. Þar til ég kynntist þeim ágæta einstaklingi sem heldur úti þessari síðu hlustaði ég sjaldan á jazz. Hann hefur hins vegar dunið á mér linnulítið síðan á sameiginlegu heimili okkar. Núorðið er ég því ekki ókunnugur jazzeitruninni sem faðir síðuhaldarans tók til umfjöllunar. Sama jazzskammtinn ætti ekki … Continue reading Sitthvað handahófskennt um tengsl Glenn Gould, Bill Evans og Barbra Streisand auk sjálfs mín og síðuhaldara
MOVE í beinni, aðeins seinna
Wu Hen
Póstur frá Konráði Bragasyni: Glæný plata með Kamaal Williams. Alls konar i gangi og lögin af ýmsu tagi. Gott eða slæmt? Mér þykir það gaman. Hlustaði á hana fyrst einn í bíl á fleygiferð um höfuðborgarsvæðið. Hátt stillt. Mæli með að hlusta á alla plötuna i gegn. Mæli líka með plötunni Black Focus með Yussef … Continue reading Wu Hen