Næstsíðasti skammtur: 31 – 40

Bragi Ólafsson sendir sinn vikulega jazzskammt úr fjármálahverfi Reykjavíkurborgar: Þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara. Ráðlagður er að draga úr mér allan mátt. Að lokum (þegar kemur að plötum nr. 41 til 50) verður þetta orðið svo erfitt að ég einfaldlega ræð ekki við verkefnið. Mig minnir að ég hafi nefnt í fyrstu sendingunni að … Continue reading Næstsíðasti skammtur: 31 – 40

BABB Í BÁTINN

Þá er runninn upp nýr miðvikudagur og nýtt bréf dottið inn um rafrænu lúguna frá Braga Ólafssyni: Dear Recommended Re: Jazz Poisoning. Til stóð að birta plötuumslög númer 21 til 30 í dag, miðvikudag, en vegna jazzeitrunar – og takmarkaðra starfskrafta hennar vegna –  reynist ekki unnt að birta nema þrjú umslög að sinni. Von … Continue reading BABB Í BÁTINN

Þættinum hefur borist annað bréf

Í þetta sinn frá Braga Ólafssyni, sem ekki aðeins brást góðfúslega við beiðni bloggara um að skrifa lista yfir eftirlætis jazzplötur, heldur hefur hann boðað heila pistlaröð! Hið innsenda bréf er svohljóðandi: Nú er svo komið að ég hef verið beðinn, af hinum virta tónlistarmiðli á netinu, Ráðlögðum jazzskammti, að velja mínar 10 uppáhalds jazzplötur. … Continue reading Þættinum hefur borist annað bréf

Tríó Agnars Más í Kornhlöðunni

Á ellefu platna listanum hér að neðan er að finna diskinn Láð með tríói Agnars Más Magnússonar, sem auk hans er skipað Valdimar Kolbeini Sigurjónssyni á bassa og Matthíasi MD Hemstock á trommur. Láð kom út árið 2007 og var annar diskur Agnars Más, sem sló með honum „íslenskan tón í djasssköpun sinni“, eins og … Continue reading Tríó Agnars Más í Kornhlöðunni

Jazz-Satie

Þegar maður er að lesa tilskipun frá Evrópusambandinu og tekur skyndilega eftir því að það hljómar eitthvað í Sennheiser-heyrnartólunum, í boði algóriþma Spotify, sem bókstaflega lætur mann ekki í friði, en maður verður samt að halda áfram að lesa tilskipunina, þá - einmitt þá - er ágætt að eiga svona stað á internetinu eins og … Continue reading Jazz-Satie